Þýskalandsferðin var að mestu leyti vel heppnuð. Innkaupin voru hin skemmtilegustu en þess má geta að þrátt fyrir að við höfum aldrei keypt jafnmikið magn af bjór og léttvíni um ævina þá vorum við eins og algjörir amatörar í samanburði við þá sem mest keyptu. Strumpunni fannst mjög spennandi að vera stödd í Þýskalandi og …
Category Archives: Almennt
Aftur í raunveruleikann
Við yfirgáfum Svíþjóð á föstudaginn var, lögðum af stað frá Önnu og Martin klukkan 10. Stoppuðum um eitt leytið í litlum bæ (sem heitir Hova eða eitthvað þess háttar og er einkum þekktur fyrir riddarahátíð í júlí) og borðuðum í bakaríi staðarins. Síðan var bara keyrt áfram, ætluðum alltaf að stoppa á Max til að …
Svíþjóðarpistill
Þegar á mann er skorað verður að bregðast hratt við. Erum stödd í hábæ Dalanna, Säter og verðum hér fram á föstudag. Það er sem sagt kartöflufrí í hámarki og við nýtum það svona líka vel með því að heimsækja ættingja í norðri. Hófum ferðina á föstudag, sigldum frá Árósum til Odden og keyrðum síðan …
Afmælisstuð
Þá er indælisdagur að kveldi kominn í henni Danmörku. Skottan orðin tveggja ára og mun sennilega hvorki eiga rólegri afmælisdag né hlýrri í bráð. Hún var vakin með söng í morgun eins og hefð er fyrir á heimilinu og kættist mjög. Var varla komin fram úr þegar hún heimtaði graut og verandi afmælisbarn gat móðirin …
Lati ritarinn
Þá er enn liðinn langur tími frá því síðast og skrifast að þessu sinni á leti og ómennsku ritarans auk þess að ekkert sérstakt er að frétta. Síðasta vika var frekar róleg að undanskildu afmælinu. Við áttum góða ferð á Jensens bøfhus, dömurnar fengu aldeilis eitthvað fyrir sinn snúð, bæði blöðrur og dýrindis ís í …
Þögnin langa
Ekki það að ég hafi ætlað að láta líða svona langt á milli blogga, þetta er bara merki um hvað tíminn líður hratt. Mér finnst ótrúlegt að það séu liðnir tveir mánuðir frá því að við komum. Ef við verðum bara árið er liðinn 1/6 af tímanum! Svo farið sé yfir það helsta frá því …
Aðlögun mæðgna
Þá er Skottan komin langleiðina með fyrstu vikuna hjá dagmömmu og ég búin með tímana mína þessa vikuna í háskólanum. Við erum báðar í þokkalegu standi eftir þetta allt. Kannski fyrst frá því að segja að það gengur eins og í sögu hjá dagmömmu. Á mánudaginn vorum við með henni í næstum þrjá tíma, fórum …
Uppsóp frá síðustu viku
Það leið óvart langur tími á milli blogga hjá mér núna og skrifast það einkum á gestakomu um síðustu helgi. Meira um það síðar. Ef við höldum áfram þaðan sem frá var horfið þá fórum við í heimsókn til dagmömmunnar á miðvikudaginn í síðustu viku. Hún reyndist sem betur fer vera geðug og ekki var …
Skólastelpurnar
Stóri dagurinn okkar mæðgna var í gær. Þá var fyrsti dagur Strumpu í skólanum og fyrsti dagur kynningarvikunnar hjá mér. Þar sem taxa-skutlið er ekki komið í gagnið mættum við gallvaskar út á stoppistöð korter yfir sjö í gærmorgun. Lentum í vandræðum með að borga, ég ætlaði að kaupa klippikort af bílstjóranum en hann benti …
Og hófst þá fjörið
Gærdagurinn var þess eðlis að upplýsingamagnið sem flæddi yfir mann var nánast búið að brenna í sundur stöðvar í heilanum. Við fórum fyrst í heimsókn í skóla Strumpunnar og hittum kennarana, þau Lissi og Tonna. Þau virkuðu bæði vel á okkur og virtist sömuleiðis lítast vel á nýja nemandann sem þó átti afskaplega bágt með …