Mánuður í fyrirheitna landinu

Afmælisfærsla, aðeins í seinna fallinu. Í fyrradag vorum við búin að vera einn mánuð í DK og sló ég þar með gamalt met. Áður hafði ég mest verið 24 daga (held ég), árið 1994. Og hvernig er svo nýja lífið? Eins og lesendur hafa glögglega tekið eftir þá finnst mér hægagangurinn hér frekar mikill. Hafði …

Loksins rann upp tívolídagur

Langþráður dagur hjá Strumpunni að kvöldi kominn, við búin að eyða deginum í Djurs sommerland. Fórum með rútu í morgun með nágrönnum okkar en áttum að öðru leyti engin samskipti við þá fyrr en á heimleiðinni. Strumpan náði að fara í allt sem hugann girntist, nema auðvitað krúnudjásnið, sjálfan Piraten. En það voru aðrir rússibanar, …

Baráttan við skrifræðið

Jæja, langþráðar kennitölur komu í pósti nokkrum mínútum eftir síðustu færslu. Hófst þá umsóknarferlið mikla. Ég fékk hringingu frá skólanum hennar og fékk að vita að ég fengi tölvupóst þar sem væri skjal sem ég þyrfti að fylla inn upplýsingar um Sóleyju. Það gæti ég sent til þeirra um hæl og síðan myndi kennarinn hennar …

Kaup dagsins

Nú er allt að gerast í fararskjótamálum. Mummi keypti sér hjól á laugardaginn, af Erasmus skiptinema svo hjólið var sótt á kollegie – þar fékk undirrituð opinberun. Sem hún stóð og þakkaði í huganum fyrir að vera ekki að fara að búa á Görðum áttaði hún sig á að hún verður algjör gamla í hópnum, …

Ný ævintýri

Á miðvikudaginn var haldið á vit ævintýranna á Himmelbjerget. Strumpunni var skipað að skima eftir fjallinu á leiðinni og hún var allan tímann að bíða, skildi ekkert í þessu þegar við lögðum á bílastæðinu og vorum uppi á fjalli. Þetta var reglulega indæl ferð. Ég kom þarna síðast fyrir 20 árum, þá í mars og …

Lífið við ströndina

Vorum að koma heim af ströndinni eftir sýnitúr með tengdó. Sennilega heitasti dagurinn okkar hingað til núna, einar 27° eða svo. Það blés reyndar á okkur en var frekar frískandi. Mummi óféti lhrekkti okkur tengdamömmu, við stóðum úti í sjó og snérum að ströndinni, þá kom stóreflis alda sem hann sá vel og hún skall …

Aðlögun gengur vel

Við fengum fyrstu alvöru heimsóknina okkar í fyrrakvöld þegar Anne og Mads komu til okkar með tvo fylgigrísi. Fylgigrísirnir vöktu mikla lukku hjá báðum yngstu meðlimum fjölskyldunnar sem kættust mjög að sjá framan í aðra en foreldrana og var með ólíkindum stuð og fjör hér á köflum. Gamla settið naut þess auðvitað líka að fá …

Lítið eitt af letilífi

Það sem á dagana hefur drifið síðan síðast er að á laugardaginn lögðumst við í hættuför í gettóið Gellerup Park til að fara á Bazar Vest. Því miður voru nokkrir fordómar staðfestir í ferðinni, nokkrir jólasveinar sem voru frekar hálfvitalegir og andrúmsloftið frekar skrýtið. Markaðurinn var auðvitað eins og hið versta Kolaport, vöruúrvalið einstaklega furðulegt, …