107326244617354068

Mikið er ég búin að hafa það gott í dag. Í fyrsta lagi var Mummi á morgunvaktinni, þannig að klukkan hálf níu í morgun þegar Sóley neitaði að sofa lengur, fór hann með hana fram og ég fékk að sofa. Svaf til hálf ellefu. Þá reyndum við að bæla fröken niður aftur en hún var […]

107317819427743177

Sá verulega skrýtna mynd í kvöld. Við tókum nefnilega loks vídeó, sjónvarpið var ekki upp á marga fiska. Þessi mynd, sem hafði fengið býsna jákvæða dóma, var Punch drunk love með Adam Sandler. Forvitnin bar mig ofurliði á vídeóleigunni, hafði einmitt grun um að hún væri ekki allra. Finnst eins og ég hafi heyrt að […]

107308977764496099

Svakalega sem kvöldið var skemmtilegt. Svona er gaman að hafa fólk í bænum sem kemur í heimsókn. Fólk sem kæmi auðvitað ekkert í heimsókn ef það byggji hér alla jafna. Skrýtin veröld. Við horfðum á Ídolið í góðum fíling. Sá eini sem stóð sig verulega vel í kvöld var Kalli – nota bene, mér leiðist […]

107300204433277425

Sóley byrjaði nýja árið af krafti. Ákvað að vakna klukkan fimm í morgun, sannfærð um að það væri kominn dagur og því verulega móðguð yfir öllum tilraunum til að bæla hana niður aftur. Ég kemst alltaf betur og betur að því að ég hef lítið mótstöðuafl þegar svefninn minn er tekinn. Ég verð frekar tæp […]

107293057591024511

Gleðilegt ár kæru lesendur! Megi draumar ykkar rætast allir sem einn á nýja árinu. Gamla árið endaði illa. Vont skaup. Vonandi dettur engum í hug ever again að láta Ladda leika í skaupi eða Gunnar Helgason koma að því að semja það. Eygló sagði þetta mjög réttilega, þetta var eins og vondur Spaugstofuþáttur með Heilsubælisívafi. […]

107283593281031119

Í gær (mánudag) var lokahátíð dönsku kvikmyndahátíðarinnar. Horfðum á „De grønne slagtere“. Ég hafði gríðarlegar væntingar til myndarinnar, ekki síst vegna þess að vinur minn, Fischer, lék í henni. Alltaf fundist hann geðugur. Nema hvað, myndin reyndist ansi súr. Mumma fannst hún reyndar fyndnari en síðasta danska mynd, hann var alltaf í viðbragðsstöðu að forða […]

107257503662326526

Frábært kvikmyndakvöld í kvöld. Horfði loksins á aðra dönsku myndina sem ég keypti í Kaupmannahafnarferðinni í sept. Gafst sem sagt upp á að bíða eftir dönskunördakvöldi, enda er eins gott að fara að horfa á þær, ef ég á að nota þær í kennslu á vorönninni. Alla vega, mynd kvöldsins hét Se til venstre, der […]

107248669216080914

Fyrsta bloggletikastið mitt orðið að veruleika. Hvenær er ekki rétti tíminn til að vera blogglatur ef ekki um jólin? Dagarnir hafa farið í át, svefn, spilamennsku og aðra ómennsku. Allt eins og vera ber. Gjafir voru eins og önnur ár, af misjöfnum gæðum. Það var ákveðið þema í gangi að þessu sinni. Ég fékk þrjá […]

107226947700777967

Ég þakka bróður mínum hugheilu jólakveðjurnar…ég hefði orðið svolítið spæld ef þær hefðu ekki verið hugheilar. Erindið mitt í dag var svipað. Að senda öllum lesendum, nær og fjær (þetta er eiginlega nauðsynlegt líka) hugheilar jólakveðjur (hér dugar ekkert hálfkák) og þakka lesturinn á árinu sem er að líða. Jamm, það styttist í jólin. Ég […]

107213837468463297

Lauk við Sörubakstur hinn síðari í gærkvöldi. Endanleg smökkun fór hins vegar fram í kvöld. Þessar síðari hafa það fram yfir hinar að vera ekki bara einn munnbiti, heldur þetta tveir til þrír. Mesti munur. Þær bragðast vel en ég get ekki annað en verið hissa á hvað ein og sama uppskriftin getur birst í […]