Í ár hef ég prjónað 3 pör af sokkum.
Fyrsta parið er gert eftir uppskriftinni Mercury socks eftir Kim Drotar. Þetta er í fyrsta sinn sem ég prjóna uppskrift með blúnndu. Mér leist nú ekki á blikuna í fyrstu enda á ég til að gera einfalda hluti flókna en eftir nokkra sentimetra af taugaáfalli í hverri lykkju og á endanum var ég farin kunna uppskriftina utanbókar.
Þessa sokka prjónaði ég fyrir mig úr Cascade heritage garni með prjónum nr. 3.
Par nr 2 gerði ég fyrir Þórný vinkonu mína (hún er alltaf svo fótköld)Við vorum að fara til Prag og mig vantaði eitthvað einfalt til að prjóna í fluginu. Uppskriftin er favorite socks eftir Voolenvine, garnið er Grundt hotsocks sjálfmynstrandi garn og ég notaði prjóna nr. 3.
Ég hef notað þessa uppskrift mörgum sinnum hún er mjög einföld og auðskilin.
Eftir par nr. 2 átti ég svo mikinn afgang af garninu að eg ákvað að gera par fyrir Gunnar Pál son Þórnýar. Ég notaði aftur favorite sock uppskriftina en náði að McGywera hana til að passa á 10 ára strák.
Ég á enn afgang af garninu (þetta virðist vera einhver eilífðardokka) svo ég ætla að prjóna par fyrir dóttur vinkonu minnar sem fæddist í júli en ég held ég bíði aðeins með það er komin með nóg af sokkaprjóni í augnablikinu.