Ylfa

Fyrir 3 vikum ættleiddi ég kött frá Kattholti. Hún heitir Ylfa 5 ára og er fyrrverandi villikisa. Hún hefur verið mjög hrædd og lítil í sér og hefur mest verið I felum undir baðskáp. Svo fór hún að koma fram á nóttinni til að borða og leika sér. Nú er hún að mestu leyti fram hjá mér en ég fæ enn ekki að klappa henni. Ég ákvað frá byrjun að leyfa henni að setja mörkin, hún getur svo komið til mín þegar hún er tilbúin.

Þetta er allt að koma, eitt hænuskref í einu.

About 3 weeks ago I adopted a cat from a cat shelter named Kattholt. Her name is Ylfa, 5 years old and a former feral cat.

She´s a very scared and wary cat and she has been hiding under my bathroom vanity most of the time, then she started to come out at night (when I had gone to bed) to eat and play. Now she spends most of her time around me. I´m not allowed to pet her yet though.

When I got her I decided to let her set the bounaries and she could come to me when she was ready.

Everything is coming along one tiny step at a time.

Prague

Í maí fórum ég og Þórný vinkona mín til Prag. Við eyddum 4 dögum í safnaráp, labb og skoðuðum marga fræga staði. Á meðal þeirra var Mucha safnið, Þjóðminjasafnið, gullgerðarsafnið, Franz Kafka styttuna, stjarnfræðiklukkan og Karlsbrúin. Við borðuðum mikið af góðum mat og kíktum aðeins í búðir. Ég keypti að mestu leyti bækur o bakpokinn minn var þungur á leiðinni heim. Það var svo mikið að sjá þarna og við hefðum geta eytt miklu meiri tíma þarna og ekki séð allt.

Ég held að þetta sé besta utanlandsferð sem ég hef farið í, vinkona mín er frábær ferðafélagi.

Við erum strax byrjaðar að hugsa um næstu ferð. Það eru nokkrar myndir neðst í þessu bloggi.

In may me and my friend Þórný visited Prague. We spent 4 days in museums, walking around and looking at famous sights. Amongst the things we saw were The Mucha museum, national museum, the alchemy museum, Franz Kafka monument, the astronomical clock, the Karlov bridge. We had a lot of good food and did some shopping. I bought mostly books and had a very heavy backpack on the way home. There was so much more to see, we could have spent a lot more time there and not seen everything. I think it’s the best trip I’ve had overseas, my friend is a great travel companion. We have started talking about our next trip already.

 

Here are some pictures