Lesa, horfa, hlusta

Lesa.

Nýlega las ég the tainted cup eftir Robert Jackson Bennet. Þetta er ein besta fantasía sem ég hef lesið lengi (hef aðeins verið að lesa yfir mig í fantasíunum)

Rannsóknarkona og aðstoðarmaður hennar rannsaka undarlegan dauða manns sem heilt tré hefur vaxið inn í.

Þessi bók hefur allt sem ég hef gaman af galdrar, sérvitrungar og sæskrímli.

Þó ég sé í fríi frá fantasíum bíð ég samt spennt eftir næstu bók í ritröðinni.

Horfa.

Í dag horfði ég á myndina Swing girls eftir Shinobu Yaguchi.

Myndir fjallar um unglingsstelpur sem ganga í lúðrasveitina í skólannum sínum til að sleppa við að taka stærfræði í sumarskóla. Þær kunna ekki neitt á hljóðfæri. Þetta er mest feel good mynd sem ég hef séð.

Ég hef líka verið að horfa á Madelynn De La Rosa á youtube. Hún er listakona í Kaliforníu sem fjallar um listir, bókmenntir, stíl og margt fleira.

Hlusta.

Ég hef verið að hlusta á Otoboke Beaver sem er japönsk kvennapönksveit. Þær eru mjög hressar (hef heyrt þær kallaðar grýlurnar á hestasterum)

Uppáhaldslagið mitt með þeim heitir I´m not maternal, sem mér finnst pínu fyndið og passa við mig sem hefur aldrei haft neinn áhuga á barneignum.

Mæli með ef ykkur vantar eitthvað hressandi til að hlusta á.