Kæru lesarar

Gleðileg jól og gæfuríkt nýtt ár.

Ég nýt jólanna hjá mömmu og pabba

Desember

Þann 16 desember fór ég á jólatónleika hjá Sinfóníuhljómsveit Ísland í Hörpu. Félagsmönnum blindrafélagsins var boðið ásamt leikskólabörnum.ÞEkki get ég sagt að ég sé mikil jólamanneskja en ég hafði mjög gaman af þessu. Einnig dönsuðu nemendur í listdanssóla Íslands fyrir okkur.

Þegar þetta er skrifað eru vetrarsólstöður. Ég er mjög fegin að daginn fer að lengja aftur. Skammdegisslénið hefur verið þungt þennan veturinn.