The Edge

Ekki gítarleikari U2 heldur nýjasta lag Týs (sem hægt er að nálgast á www.tyr.net). Í stuttu máli má segja að það rokkar, ef ég væri maður til að segja að það rokkaði feitt þá myndi ég gera það en þar sem ég nota ekki orðið feitur í þessari merkingu mun ég ekki gera það. Textinn virðist vera mjög góður og heillandi saga á bak við hann. Best að gera líma hér inn óþýddri lýsingu af heimasíðu Týs:
“The Edge” tells the tale of Floksmennirnir or the Gangmen – four men who in medival times tried to conquer all eighteen Islands of the Faroes.

Sjúrður við Gellingará was forced to be part of this quest. When Floksmennirnir failed their quest and were captured, all except Sjúrður had been sentenced to death by the Thing. They were to be thrown of the cliffs Valaknúkar.

Because of guilt, Sjúrður chose to follow Floksmennirnir, over The Edge”
Heri er mjög fínn söngvari, betri en Allan var (ég heyrði bara tvö lög með honum) en ekki eins góður og Pól (hann er líka alveg eðal) þó ég muni líklega endurskoða það mat mitt þegar ég heyri meira af nýju plötunni. Það er allavega alveg ljóst að brotthvarf Pól verður ekki til þess að hljómsveitin deyr einsog ég hef heyrt suma spá.

Ég hlakka mjög til að heyra restina af plötunni Eric the Red.