Kvenskörungur ársins

Ég var ánægður þegar Ingibjörg Sólrún var kosin kvenskörungur ársins, ég hélt að það yrði Valgerður Sverrisdóttir miðað við það sem ég hafði heyrt. Maður getur alveg hunsað það að Ingibjörg sé kosin enda hringir fólk alltaf inn að kjósa hana, meiraðsegja þegar verið er að kjósa kynþokkufyllstu konu landsins. Miðað við þær sem verið var að velja þarna hefði ég verið ánægðastur með Birgittu Haukdal sem sigurvegara.

Það minnir mig á að ég verð að finna Bleikt & Blátt frá ’99. Það var meðan því var ennþá ritstýrt af Davíð Þór Jónssyni, ég var áskrifandi þar til hann hætti.

Næsta skref í hugarfluginu leiðir mig að Faríseunum. Eygló á þennan disk, keyptan frekar ódýran, fólk er almennt ekki jafn hrifið af honum og við Eygló. Tvö lög eru náttúrulega snilld þarna, Krakki einsog þú og Friður sé með yður. Nils er til dæmis á því að þetta sé með því hræðilegasta sem hann hefur heyrt og fékk diskinn lánaðan vegna þess.