Geimferð III:Spock er týndur

Star Trek III:The Search fjallar um leit áhafnar Enterprise að Spock, þau hefðu átt að líta bak við myndavélina því hann leikstýrir myndinni. Myndin er ein af fáum oddatölu Star Trek myndum sem eru góðar, frekar skemmtileg í gegn með frábærum dramtatískum atriðum þar sem William Shatner fær að sýna hve slæmur leikari hann í raun er.

Christopher Lloyd leikur klingona í þessari mynd sem sækist eftir tækninni sem kom fram í síðustu mynd. Kirstie Alley var orðinn of merkileg til að leika í Star Trek þannig að einhver önnur leikur hana.

Búningarnir í þessari eru mjög svipaðir þeim sem voru í The Wrath of Khan enda gerist myndin nær strax á eftir þeirri mynd.