Geimferð IV:Heim í heiðardalinn

Spock leikstýrir Star Trek IV:The Voyage Home. Þessi er mynd er að mestu leyti gamanmynd og oft mjög fyndin. Risastór hlutur kemur í átt að Jörðinni og gerir flesta tækni óstarfhæfa. Hluturinn er kominn til að spyrja hvalina hvers vegna þeir hafi ekki hringt, hvalirnir hafa ekki hringt af því þeir eru dauðir. Eina leiðin til að bjarga Jörðina er að ferðast aftur í tíman (með oftreyndri aðferð) og ná í hvali.

Áhöfnin velur að fara til Jarðarinnar á seinnihluta 20. aldar (1986 líklega) í stað þess að fara á eitthvað annað tímabil þar sem auðveldara hefði verið að felast og þar sem hvalategundin sem leitað er að er algengari (en þeir vita viti sínu, það hefði verið miklu dýrari mynd, betra að fara bara á götur San Francisco). Gamanið er mest að sjá áhöfnina bregðast við árinu 1986 (oft reyndar bjánalegir brandarar).

Inn í málið blandast hvalavísindamaður og norskir (eða íslenskir) hvalveiðimenn sem eru að veiða við Alaska (jamm, Alaska). Sem minnir mig á að hugsanlega eru fréttamyndir af því þegar er verið að sundurlima hval frá Íslandi. Myndin er frá þeim tíma þegar það var svalt að hugsa um umhverfismál (ólíkt nútímanum þar sem virðist vera svalt að vera sama um þau) en þarna koma þó fram undarlegar hugmyndir um hvali sem hefði alveg mátt sleppa.

Í lok myndarinnar standa allir upp og klappa en það fellur í skuggan af því hve hræðilegur leikari William Shatner er.

Búningarnir eru svipaðir og í síðustu mynd en búningur Spock stendur uppúr.