Dagurinn byrjaði illa…

…en skánaði heldur betur. Gleymdi pokanum með fötunum mínun og varð því seinn sem ég hata, meina ég virkilega hata að verða of seinn. Síðan var ég ekki í stuði í fyrsta verkefninu sérstaklega þar sem ég var ekki í kælinum en það lagaðist þegar það var metið og ég fékk fullan bónus. Það gaf mér 7000 kall aukalega í launaumslagið (þetta er gert einu sinni í mánuði). Vinnan var róleg af því Reykjavík var róleg um helgina. Í hádeginu sá ég sms frá Eygló sem fjallaði um vonir okkar um íbúð, það hressti mig. Ég var búinn rétt eftir fjögur sem er gott á mánudegi.

Þegar ég kom heim sá ég bréf í póstkassanum sem ég vonaði að væri Eric the Red með Tý en þær vonir urðu að engu þegar ég sé að þetta var eitthvað tímarit til einhvers Sigurðs Óla (það hef ég aldrei heitið). En bak við þetta leiðindaumslag var hins vegar tilkynning frá póstinum. Ég brunaði að ná í böggulinn og þá kom í ljós að þarna var Eiríkur Rauði kominn og þar að auki Týsbolur, sem er Large en það er stórt Large en ekki lítið Large einsog ég er vanur þannig að hann ætti að passa.

Lífið er ljúft….