Týr rokkar og það feitt ef ég myndi nota það orð

Nota Færeyjingar ekki þetta orð samt þannig að ég mætti nota það. Jamm einsog minnst hefur verið á fékk ég disk og bol í dag. Eiríkur Rauði rokkar, alveg eðalrokk með löngum og flottum lögum, það stysta er 4:12 en það lengsta er nærri átta mínútur.

Vantar aðeins upp á að geta dæmt lögin hvert fyrir sig en þau fá mann allavega til að iða einsog almennilegt rokk gerir. Brotthvarf gamla söngvarans hefur ekkert skaðað þá.

Lögin sem ég kannaðist við (Ramund hin Unge, Ólavur Riddararós og Stýrisvølurin) voru öll eitthvað breytt frá fyrri útgáfum, tvö þeirra er án efa flottari eftir breytinguna en Ramund á ég eftir að dæma endalega (aða vísu hef ég bara tónleikaútgáfuna til viðmiðunar og það hlítur að vera munur þar á).

Þetta er án efa hljómsveit sem á erindi á toppinn á alheimsmælikvarða. Að hugsa sér að ég hnussaði bara fyrst þegar Eygló sagði mér frá þessari frábæru færeysku hljómsveit. Ég bjóst ekki við neinu af henni. Svona er maður stundum fordómafullur auli.