Ég formæli hinu og þessu…

… er ég þar af leiðandi formælandi? Nei, ekki samkvæmt þeim skilningi sem er lagður í þetta orð. Formælandi er orð sem hefur af einhverjum ástæðum verið tekið upp og notað í staðinn fyrir orðið talsmaður. Formælandi er asnalegt orð og ég legg til að þessi notkun á orðinu verði þegar í stað lögð niður.

Annars hef ég oft verið að pæla hvort Kató gamli hafi raunverulega nennt að enda allar ræður sínar eins eða hvort hann gerði það bara oft…. Kannski flutti hann ekki það margar ræður… Ætli það hafi komið fyrir að hann hafi gleymt því og allir hinir hafi þá gert grín að honum? Mig langar að vita þetta…