Steypt fréttamennska

Áðan var frétt á RÚV um sölu á Sementsverksmiðjunni, ekki ætla ég að tala um það undarlega mál heldur um fréttina sjálfa. Fréttin byrjaði á þessa leið:”talsmaður Flemmbýs segir að salan á Sementsverksmiðjunni sé algjör steypa”. Í lok fréttarinnar var síðan talað við þennan talsmann og þá var hann spurður hvort mæti segja að þetta mál væri tóm steypa, hann sagði að í löngu máli að það gæti nú passað. Þá var hann spurður aftur og þá sagði hann að þetta væri steypa. Gat fréttamaðurinn ekki bara rétt manninum miða með því sem hann átti að segja til að hægt væri að gera svona skemmtilega fyrirsögn. Aum fréttamennska vissulega.