Loksins fræga fólkið

Ég veit að lesendur mínir hafa saknað liðsins sem í gamla daga kallaðist frægi kall dagsins. Það fjallaði um allt fræga fólkið sem kom að versla hjá mér. Núna hitti ég ekkert frægt fólk í vinnunni.

Á föstudaginn hitti ég hins vegar frægan tónlistarmann, það var Ómar úr Quarashi (ef ég hef hitt á að stafa þetta rétt þá er ég snilld). Ómar er vinur Nils og ég var snöggkynntur fyrir honum þegar við vorum heima hjá Nils bókasafns- og upplýsingafræðinördar (ég er næstum því orðinn þesskonar nörd þannig að ég get alveg kallað mig það). Nú geta allir verið glaðir fyrir mína hönd.

Annars þá er ég ekkert slæmur í þessu, það er til fólk sem er hrikalega mikið fyrir namedropping í skrifum sínum. Ég fór þarna og þá kom X og settist hjá mér því við þekkjumst og ég er svo frábær af því X þekkir mig og X er ofsalega frægur. Skrollum aðeins niður þessa síðu og finnum ég var í partíi og þar var X og við spjölluðum um allt milli himins og Jarðar.

Ég mun samt sem áður upplýsa alla um gleði mína yfir að hitta fólk sem 20+% Íslendinga vita hver er.

2 thoughts on “Loksins fræga fólkið”

  1. Vandinn við mig er að þegar ég loksins hitti fræga fólkið þá man ég ekki hvaðan ég þekki það, hvort þetta er fræg manneskja eða gamall skólafélagi í gær. Í gær labbaði ég td líklega framhjá gjörvallri hljómsveitinni Sigurrós en ég fattaði það ekki fyrr en nokkrum klukkutímum seinna.

Lokað er á athugasemdir.