Enn einu sinni Týr

Eric the Red er frábær diskur, fær án efa að vera álíka mikið í spilaranum í bílnum og How Far to Asgaard? hefur verið. The Edge stendur ennþá uppúr þó ég sjái fyrir mér að eitthvað annað lag muni slá því úr toppsætinu þegar ég hef hlustað aðeins meira á diskinn. Regin Smiður er til að mynda stórgóð útsetning á gömlu færeysku kvæði, fjallar um Sigurð Fáfnisbana eða Sjúrð einsog Færeyjingar kalla hann. Rainbow Warrior er síðan nokkuð gott, fjallar um hvalfriðunnarsinna og afskipti þeirra af Færeyjingum: “may your ship sink, Rainbow Warrior floats no more”. Dreams er eitt en lagið sem gæti toppað listann minn.

Þetta virðist eiginlega vera diskur einsog How far to Asgaard? sem maður getur einfaldlega hlustað á frá upphafi til enda. Kíkið á www.tyr.net til að taka inn lagið The Edge á mp3 formi.