School’s back in session

Var að hlusta á útvarpið í vikunni og þá kom hið klasslíska lag Alice Cooper School’s Out. Ég söng með af ánægju en áttaði mig síðan á því hvað þetta væri í raun kjánalegt, ég væri á leið aftur í skóla eftir innan við tvo mánuði og mig hlakkaði í raun afskaplega til. Ég ætti því líklega að syngja lagið einsog Skinner í Simpsons: School’s back in session
Þessi sunnudagur er mjög fínn, þar sem ég er á kvöldvakt á morgun þá er ekkert af hinum týpíska sunnudagsfíling “ég þarf að vakna í fyrramálið og fara í vinnu”. Indælt, kvöldvaktarvikurnar eru alltaf indælar.