Vinna í vetur

Ég var löngu búinn að ákveða að ég myndi ekkert sækjast eftir því að fá vinnu með skóla í vetur á þeim stað sem ég er að vinna á. Í dag kom yfirmaður minn til mín og bauð mér vinnu á laugardögum í vetur, trúr sjálfum mér hrundi ég alveg og sagði já. Of erfitt að neita sér um fastan launaseðil mánaðarlega þó launin séu lág og vinnan lítil (4 og hálfur til 5 tímar á hverjum laugardegi). Ég ætla samt að biðja hann um meðmælabréf til að hafa ef ég sæki um eitthvað fleira. Mestu meðmælin hljóta samt að vera að hann bauð mér að vera áfram.

En nokkrir tímar á laugardagsmorgnum er ekkert mál, að vísu er ég núna alltaf þreyttur eftir þessa morgna en þá koma þeir í kjölfar erfiðrar vinnuviku, allt í lagi að erfiða í nokkra tíma í hverri viku. Og síðan get ég alltaf hætt.

Sem minnir mig á að ég á alltaf fast atvinnutilboð ef ég nenni að fara í gamla hlutastarfið sem ég var í, en ég efast um nenn mitt til þess.

En ef þið viljið bjóða mér vinnu þá getið þið endilega sent mér póst á oligneisti hjá http://kaninka.net.