Kvart og kvein

Þessa daganna er ég ægilega ófrumlegur, dettur varla í hug að skrifa um annað en hvað ég hlakka til að klára þennan mánuð. Ég á eftir að vinna 12 daga (13 ef sá sem ætlar að vinna fyrir mig á laugardaginn verður ennþá veikur), þar af 8 á dagvakt og síðan 4 notalega daga á kvöldvakt. Gærdagurinn var ekki til að minnka leiðindi mín af vinnunni (vinnan er reyndar ekki svo slæm en þrír mánuðir þarna er nóg fyrir mig), ég var tekinn af notalega kælinum og látinn vera á almenna ganginum. Þetta var aðallega vegna þess að það voru sex veikir. Það er hrikalegt að hafa undirbúið sig undir rólegan þriðjudag og allt í einu er fullt að gera.

Ásgeir er víst að fara á Sauðárkrók að kenna ensku og íslensku þannig að í kvöld förum við til hans að gera húsgögn upptæk. Það eru minna en þrjár vikur þar til við flytjum og við erum ekki byrjuð að pakka í alvörunni, reyndar eru þrjár helgar þangað til við flytjum þannig að nægur er tíminn. Spóla fram í tíman.

Nú vill ég rólegar vikur í vinnunni, ekkert að gera.

Við Eygló þurfum að redda alveg haug af eyðublöðum áður en við flytjum, líka fyrir þann 23ja. Þoli ekki eyðublöð, þar af leiðandi gæti ég aldrei flutt til Bandaríkjanna.

En ég er ekki að segja neitt áhugavert, fer að klæða mig í vinnufötin.