Vesen á vinnustaðnum

Trúnaðarmaðurinn í vinnunni hjá mér var víst rekinn í gær, málið í heild sinni er mjög skrýtið en við fyrstu sýn þá grunar mig að yfirmaðurinn hafi rétt fyrir sér í þessu máli. Þetta mál kom fyrst upp fyrr í sumar en ég tek ekki eftir neinu því ég er í kælinum. Þetta mál á örugglega eftir að draga dilk á eftir sér, vesen, fundir. Þarf líka að kjósa nýjan trúnaðarmann ef uppsögnin stendur, ég hef þá líklega kosningarétt.