Bréfið til Frétta

Þar sem Fréttir vísuðu til mín núna áðan er kannski fínt að birta bréfið sem ég sendi honum í gær:
Sástu Fréttablaðið í dag? Ég var að fá mér morgunmat í dag (um þrjúleytið eftir hádegi) og er að líta á Fréttablaðið sem er á borðinu. Ég líta svona efst á síðuna til að sjá hvort um sé að ræða nýjasta blaðið en sé þá að þar stendur Miðvikudagur, ég spyr kærustuna hvort Fréttablaðið hafi ekki komið í dag og hún spyr mig hvort ég sé ekki einfaldlega að lesa það. Ég kíki aftur efst á síðuna og sé þá að blaðið er frá Miðvikudeginum 14. september, mér fannst það ekki alveg passa þannig að ég fletti aftar í blaðið og sé að þar er sami mánaðardagur en Sunnudagur. Ég fletti blaðinu aðeins meira til að sjá hvort það standi Miðvikudagur á fleiri stöðum og þá fæ ég bara Fimmtudag og Laugardag í viðbót.

Sýndist allir vitlausu dagarnir vera í fyrrahluta blaðsins. Þetta er svo ótrúleg villa að ég get varla ímyndað mér annað en hún sé viljandi “hefnigjarn prentari” (tilvísun í myndina Clerks) kannski? Hver ætli hafi flippað út?