Léttruglað Létt FM

Sigurrós benti mér í gær á klausu hjá Sunnubeib um einhver leiðindakomment frá útvarpskonu um Freddie Mercury. Hún var að tala um að hún skyldi ekki hvers vegna Freddie væri á þeim stalli sem hann er. Svo ég vitni í Sunnu:Það er óumdeilanleg staðreynd að Freddy Mercury var snillingur!
Sáuð þið krakkana sem reyndu að taka Queenlög í Idol? Það er bara ekki samanburður sem söngvarar ættu að fara í. Hann var líka það fjölhæfur að hann gat sungið hvað sem er.

En ég var heima hjá Hildi áðan og þá var lagið ’74-’75 með The Connels í útvarpinu. Þegar laginu líkur byrjar konan að rugla eitthvað um að lagið sé frá sjötíu og eitthvað (það er frá 1993) og sé með hljómsveitinni The Cornels. Það er greinilega ekki spurt hvort fólk hafi vit á tónlist þegar það sækir um vinnu á þessari stöð.