Trivial Pursuit 80s

Eygló gaf mér Trivial Pursuit 80s á föstudaginn (kostaði 2000 kall) og í gær prufuðum við það með Árnýju og Hjörvari. Það var stuð, fullt af spurningum sem maður hafði ekki neitt vit á og síðan spurningar sem urðu til þess að maður rifjaði upp hitt og þetta.

Eygló var ekki alveg að ná þess enda alltof ung í þetta, reyndar er ég eiginlega of ungur þar sem spilið er ætlað 25 ára og eldri miðað við árið 2000 þegar ég var 21 árs. Við Árný vorum saman í liði og rúlluðum þessu upp þó Hjörvar og Eygló hafi rænt einni kökunni okkar tímabundið (við náðum henni aftur).

Það er sérregla í þessu spili að það má ræna kökum af andstæðingum undir ákveðnum kringumstæðum, í gærkvöldi var það bara til þess að gera spilið meira spennandi. Reyndar tók spilamennskan töluvert langan tíma, mun lengri en venjulegt Trivial en það kom ekki að sök.

Ef við höldum aftur systkinabarnamót þá er spurning um liðakeppni í 80s Trivial, ef Anna systir verður á staðnum þá eigum við Sóleyjarbörn góðan séns á að sigra.

Þetta er önnur sérútgáfan af Trivial sem ég hef prufað, hin var Star Wars Trivial þar sem ég tapaði glæsilega fyrir mönnum sem hafa horft á myndirnar töluvert oftar en ég. Nú er bara spurningin með LotR Trivial… það miðast að vísu bara við myndirnar sem er nú hálfgert svindl.