Íslandsspilið

Við keyptum Íslandsspilið áðan í Bónus á 1999 krónur og prufuðum að taka snöggt spil við Evu og Heiðu. Spilið virðist vera skemmtilegt en hefur einn pirrandi galla, það er að það er fullt af stafsetningar-, málfars- og prentvillum. Systurnar voru sérstaklega ósáttar við að nafn bæjarins þeirra var vitlaust stafsett, Burstarfell í staðinn fyrir Bustarfell, það ætti nú að vera grundvallaratriði að hafa staðarnöfnin á leikspjaldinu rétt stafsett.