Gráu hárin eða …

…gráa *hárið* í eintölu. Ég er með grátt hár, eitt stykki. Ég held að ég hafi aldrei fengið slíkt áður (ef ég man rétt). Ég stóð áðan inn í starfsmannarými og starði í spegilinn eftir að ég sá þetta. Að sjálfssögðu kom einhver að mér, sá hefur haldið að ég væri aldeilis hégómagjarn. Ég spurði hann líka hvort að þetta væri rétt athugað hjá mér.

Það var nú gott að þetta kom ekki upp í kosningabaráttunni, við hefðum getað misst töluvert fylgi ef sést hefði í grákoll á auglýsingunum. Stóra spurningin er náttúrulega hvort ég eigi að lita hárið. Ætli tússpenni gæti ekki reddað mér? Eða á ég að plokka? Eða nota vax? Hvað get ég gert til að bjarga unggæðingslegu útliti mínu frá hrörnun? Verð ég orðinn einsog Steve Martin á næsta ári? Hvíthærður fyrir þrítugt? Hvað get ég gert?
Reyndar er það svo að hárið skiptir mig litlu máli, ég geri það sem ég get til að koma í veg fyrir að það flækist fyrir. Raka það á svona þriggja mánaða fresti. Það fer að koma að því að það fjúki allt saman, ég er of hárprúður um þessar mundir. Það væri allt í lagi að verða gráhærður en mér þetta skemmtilegast að verða náttúrulega sköllóttur, þá þyrfti ég aldrei að gera neitt fyrir hárið.