Geymslutiltekt

Við vorum að ganga frá niðrí geymslu. Það var indælt, reyndar er planið að rífa allar hillurnar þar út og láta nýjar í staðinn. Þetta er náttúrulega menningarsögulegur glæpur. Hillurnar eru upprunalegar að því mér sýnist. En þar sem menningararfurinn er dauður þá er best að henda þeim, er ekki spenntur fyrir hillum úr ósköfuðu mótatimbri. Ég henti upp ljósinu frá Bykó eftir að hafa fjarlægt eldgildruna sem var fyrir. Einhver hefur brotið gamla ljósið sem var þarna og bara skilið það eftir þannig. Piff.

En það sem er gott við geymsluna er að þar er smá vinnuaðstaða þar sem hægt er að dunda sér. Það er borð, litlar hillur, skúffur og skápur. Ég mun síðan leiða snúrur þarna að, annars vegar í loftinu fyrir ljósið og hins vegar meðfram veggnum til að láta hin ýmsustu tæki í samband.

Við eigum rosalega mikið af drasli. Geymslan virðist varla höndla þetta. Reyndar á maður eftir að ganga betur frá og henda einhverju.

Íbúðin er að skána, ljós komin upp í græna herberginu. Þá er það bara stofan og gangurinn eftir, hlakka til að losna við rússana.