Að loknu innflutningspartíi

Innflutningspartí búið fór vel. Saknaði þó sumra. Ég hef búið til svartan lista yfir þá sem ekki mættu, hafa ekki löglega afsökun og hjálpuðu ekki við flutninga eða íbúðastandset.

Þetta var nú annars rosalega gaman. Það kom samt annars tímapunktur þar sem ég áttaði mig á því að allir sem voru að drekka voru orðnir drukknir, þetta fær maður fyrir að gefa fólki bjór. Aðalsteinn hrundi í það en ældi hvergi sem er voðalegur plús. Enginn ældi reyndar. Halli sofnaði reyndar næstum á tímabili. Við Aðalsteinn tókum smá memory lane en ekkert óhóflegt til þess að vera ekki að spjalla um eitthvað sem öllum öðrum finnst óspennandi.

Við erum búin að laga til og vaska upp. Það er alltaf auðveldara að taka til í stærra plássi.

Það er gott að eiga heima hér. Næstum allt komið á sinn stað. Ljósin, gólflistarnir, speglar og svo framvegis. Eitthvað á eftir að hengja á vegginn og síðan á eftir að lagfæra smá hluti en mest er komið. Glaðlegt og skemmtilegt.