29 spurningar og svör

Valdís ákvað að láta mig svara spurningum, þakka henni þar sem ég mér finnst þeta voðalega gaman.

1. Hvað er klukkan? 23:16
2. Hvaða nafn er á fæðingarvottorðinu þínu? Nú eru margir spenntir en því miður þá er ekkert nafn á fæðingarvottorðinu mínu, allavega ekki mitt. Gamla nafnið mitt var á skírnarvottorðinu.

3. Hvað ertu kölluð/kallaður? Óli og stundum Gneistinn. Óli litli á sumum jólapökkum.

4. Hvað voru mörg kerti á síðustu afmæliskökunni þinni? Ekkert svo ég muni, hugsanlega einhver smarties.

5. Hár? Dökkt, stutt.

6. Göt? Vinstra eyra.

7. Fæðingarstaður? Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri.

8. Hvar býrðu? Í Bökkunum.

9. Uppáhaldsmatur? Úff, pizzurnar á Stúdentakjallaranum kannski.

10. Einhvern tíma elskað einhvern svo mikið að það fékk þig til að gráta? Já
11. Gulrót eða beikonbitar? Eiginlega hvorugt.

12. Uppáhalds vikudagur? Í augnablikinu er það þriðjudagur.

13. Uppáhalds veitingastaður? Eldsmiðjan
14. Uppáhalds blóm? Sóleyjar.

15. Uppáhalds drykkur? Kók.

16. Disney eða Warner brothers? Humm… Disney væntanlega yfir heildina.

17. Uppáhalds skyndibitastaðurinn? American Style.

18. Hvernig er teppið í svefnherberginu á litinn? Teppi? Gul motta í gestaherberginu.

19. Hver var síðastur til að senda þér tölvupóst? Hope Knútsson.

20. Í hvaða búð mundir þú vilja botna heimildina á kreditkortinu? Queenonline vefversluninni eða bara Amazon.

21. Hvað gerir þú oftast þegar þér leiðist? Les blogg, horfi á eitthvað léttmeti, hlusta á tónlist. Spila Bubbles.

22. Hvaða spurning sem þú færð fer mest í taugarnar á þér? “Er trúleysi ekki bara ein tegund trúar” er hátt á listanum.

23. Hvenær ferðu að sofa? 23-04
24. Hver verður fyrstur til að svara þér þessu? Ásgeir
25. Hver af þeim sem þú biður um að svara þessu er líklegastur til að svara ekki? Eygló enda er hún ennþá að semja svörin við sjöulistann.

26. Uppáhalds sjónvarpsþáttur? Í augnablikinu er það My name is Earl.

27. Með hverjum fórstu síðast út að borða? Eygló.

28. Ford eða Chevy? Ford?
29. Hvað varstu lengi að klára að svara þessu? 9 mínútur.

Ég bendi á Huggu, bendi á Sigrúnu, bendi á Ásgeir, bendi á Cócó og bendi á Eygló.