Sigur Rós á Túninu

Í gær fórum við Eygló í þriðja sinn á Sigur Rós.  Við komum reyndar ekki fyrren um fimmtán mínútur í tíu en fengum samt bílastæði rétt hjá.  Löggan hafði útbúið bílastæði með því að fækka akreynum.

Tónleikarnir voru frábærir.  Reyndar þá varð maður að finna sér gott stæði því ef maður stóð of nærri vissum hátölurum þá fékk maður of mikið af aukahljóðum sem áttu að blandast tónlistinni en gerðu það ekki nema að maður væri lengra frá þeim.

Mér varð hugsað til 6-6-6 tónleika Bubba þarna og hve fáránlegir þeir væru í samanburði við þetta.  Hjá Bubba var auglýsingamennskan í hámarki og ömurleikinn eftir því.  Ekkert svoleiðis þarna.  Þetta var eins og þegar Rolling Stones og Queen héldu ókeypis tónleika í Hyde Park á hátindi ferilsins (hvorir í sínu lagi).

Verst hvað fólk var mikið að spjalla, bæði við hvort annað og í farsíma.  Þess vegna naut maður þess mjög vel þegar lögin náðu hápunktum sínum, þá þurftu allir að halda kjafti.  Reykingafólk náði líka að ergja okkur, færðum okkur nokkrum sinnum til að losna frá því.

Það var ekki heldur neitt mál að komast  burt, þurftum bara að passa okkur á gangandi vegfarendum.