Samúð

Ef það er eitthvað sem ég vildi breyta í fari mínu þá væri það að gera mig hæfari í að tjá samúð með orðum.  Ég svolítið erfitt með það.  Ég á voðalega erfitt með að segja “ég samhryggist” þegar einhver sem ég þekki missir einhvern nákominn sér, aðallega af því að mér finnst þetta vera svo lítils virði þegar ég segi það, hálfformúlukennt.  Sem er reyndar hálfasnalegt af því að ég hugsa ekki þannig þegar fólk segir þetta við mig þegar ég er í sömu sporum.  Mér finnst orðið samhryggjast eiginlega ekki lýsa almennilega því sem ég er hugsa.

Mér þætti í raun betra ef maður segði eitthvað á við “ég finn til með þér”.  Þetta er samt í raun það sem maður er að reyna að segja með orðinu samhryggjast.  Betra þegar maður er nægilega náinn fólki til að taka bara einfaldlega utan um það.  Segir meira en orðin.  Best að blogga núna um eitthvað annað svo að þessi færsla færist neðar á síðuna og lesendur mínir taki ekki eftir henni.