Bókahillur

Í fyrradag keypti ég mér bók. Það eru ekki fréttir. Áðan reyndi ég að koma henni fyrir í bókahillu en gafst bara upp á að reyna.

Er einhver sem yfirhöfuð kaupir og les bækur sem hefur vel frágengnar bókahillur? Það er alltaf allt á rúi og stúi í hillunum hjá mér.

Ég veit ekki hvort ég ætti að taka upp þá stefnu að láta bara allar nýjar bækur á stað sem tengist ekki á nokkurn hátt efni þeirra. Fara síðan einu sinni á ári og setja þær á rökréttan stað.

Reyndar eru bókahillurnar mínar hvorteðer sprungnar  (eins og alltaf) þannig að ég hef enga lausa hillu fyrir nýjar bækur. Ég legg ekki í þetta núna, kannski þegar Eygló kemur heim.