Hrun harða disksins

Harði diskurinn í fartölvunni minni er eitthvað að gefa sig. Ég gat ekki komist inn í XP í gærkvöldi. Matti reddaði mér hins vegar tólum til að laga aðeins til á harða disknum þannig að ég gat eitthvað gert við hann. Núna er ég með Ubuntu (Linux) í gangi í tölvunni og nota það til að bjarga gögnum. Það er þægilegt að hafa stýrikerfi á geisladisk. Mp3 spilarinn minn er notaður til að ferja gögnin á milli.

Ég náði meðal annars að bjarga því sem ég var kominn með af viðtalinu sem ég var að skrifa upp. Ég er nefnilega nokkuð viss um að ég gleymdi að fleygja því inn í minnislykilinn.

Ég hef btw ekkert sofið í nótt.