Hádegishittingur, hálfgildingsvinna og rólegheit Íra

Í dag var eiginlega fyrsti dagurinn í vinnu en þó ekki. Fór í tíma í H.Í. á vegum vinnunnar í upprifjunarskyni.  Á morgun eru síðan námskeið sem heldur áfram á miðvikudag og fimmtudag. Vinnan hefst í alvörunni á föstudag.

Í hádeginu var gaman. Bókasafns- og upplýsingafræðinördarnir hittust. Yfirleitt eru einhver afföll en við Eygló, Nils, Halli, Danni og Hjördís komumst öll. Ægilega gaman og við vorum að tala um að gera þetta reglulega. Það var rætt um margt og þá sérstaklega ritdeila síðustu viku. Mikið hlegið.

Írar eru rólegir. Ég hef ekki ennþá fengið einkunnir. Í dag fékk ég síðan upplýsingar um fasteignamiðlunin sé að bíða eftir síðasta rafmagnsreikningnum til þess að geta borgað mér það sem ég á inni af tryggingargjaldinu. Enginn flýtir sér.