Voðalega margir vísindamenn efast

Ég var að lesa blogg (eða komment) frá Hirti sem var einu sinni formaður “flokks” “framfarasinna” en varð síðan íhaldsmaður og að lokum bara bloggari. Hann var að vísa í Wikipediulista þar sem eru taldir upp vísindamenn sem efast um hitt og þetta í kringum hnattræna hlýnun. Mér varð strax hugsað til skrifa hans Lalla (sem var að sækja um doktorsnám í líffræði) þar sem hann bar saman þá sem efast telja hlýnun jarðar vera svikamyllu við þá sem efast um þróunarkenninguna.

Fyrir nokkrum árum gerðist það nefnilega að sköpunarsinnar ákváðu að búa til lista með lista yfir vísindamenn sem efuðust um þróunarkenninguna. Nokkrir vísindamenn ákváðu að hæðast að þessu framtaki og settu í gang “Project Steve“. Þetta verkefni gekk semsagt út á að búa til lista yfir vísindamenn sem efast ekki um þróunarkenninguna og hétu Steve (eða eitthvað nafn sem er skylt). Skemmst er frá því að segja að Steve listinn varð ákaflega fljótt lengri en þróunarsinnalistinn, innihélt fleiri líffræðinga og mikið virtari vísindamenn.

Mig grunar að hlutföll listana væru mjög svipuð ef eins listi væri gerður yfir vísindamenn sem heita Steve og telja hnattræna hlýnun af mannavöldum. Þetta er bara staðan. Vandinn er að vísindamenn eru voðalega lélegir að koma sér á framfæri og fjölmiðlamenn eru oft ákaflega latir að leita til þeirra. Það er engin raunveruleg rökræða í gangi um málið.

3 thoughts on “Voðalega margir vísindamenn efast”

  1. Já, gallinn við svona lista er að þeir eru “hinherently biased”. Það er ekki nema þú gerir lista yfir BÆÐI þá sem eru með og á móti að þú gefur rétta mynd af skoðunum vísindamanna.

    Mér finnst hins vegar alveg svakalega erfitt að gera mér grein fyrir gildi með og mótraka, maður getur ekki alveg metið stöðuna af því maður kann ekki að lesa úr þessum gögnum.

  2. Er það ekki vísun í yfirvald að taka það sérstaklega fram að ég hef sent frá mér doktorsumsóknina? 😉
    Annars var ég búinn að sjá þennan lista áður og mér datt einmitt “Steve listinn” í hug. Skemmtileg tilviljun einnig að þessi Hjörtur hefur áður tjáð sig um þróunarkenninguna á frekar neikvæðan hátt, eða er það kannski engin tilviljun?

  3. Þetta er nefnilega ekki vísun í yfirvald af því að ég er ekki að segja að þú vitir eitthvað meira en aðrir um loftslagsmál vegna menntunar þinnar (þó ég viti reyndar að þú hafir meira vit á því en 99% af þeim sem eru að tjá sig um þessi mál) heldur orðræðu sköpunarsinna og afneitunarsinna.

    Annars er raunvísindaþekking ekki sterka hlið kristilegra íhaldsmanna.

Lokað er á athugasemdir.