Hvar eru raunvísindamennirnir Egill?

Í stað þess að fá raunvísindamann til að útskýra fyrir okkur hvað er rétt og rangt í umræðunni um hnattræna hlýnun þá hefur Egill Helgason náð að draga upp fyrrverandi breskan ráðherra. Sá er á þeirri skoðun að við ættum ekkert að reyna að koma í veg fyrir loftslagbreytingar heldur bara reyna að bregðast við áhrifunum. Væntanlega með því að kaupa stuttbuxur. Forsendurnar sem hann setur sér eru reyndar fyrst og fremst efnahagslegar og hafa verið mikið gagnrýndar. Gaurinn kom víst líka fram í The Great Global Warming Swindle sem Egill var voðalega hrifinn af þó að hún miklu vitlausari en bæði meintar og raunverulegar ýkjur Al Gore.

Er Egill Helgason ekki bara einfaldlega að reyna að fela skoðun raunvísindamanna?