Spínat

Ég deili ekki ást kokksins hérna á spínati. Þetta er líklegasta ein ofmetnasta matvara í heimi. Einhvern tímann á fyrrihluta aldarinnar olli gölluð rannsókn því að járninnihald spínats var ofmetið. Það varð síðan til þess að teiknimyndapersónan Stjáni blái notaði það til að styrkja sig. Í kjölfarið hafa væntanlega flestir krakkar sem lesið hafa þessar sögur eða séð teiknimyndir byggðar á þeim prufað að fá sér spínat til að verða stór og sterk. Án árangurs augljóslega.

Er ekki komin tími til að jarða spínatgoðsögnina og jafnvel spínatið sjálft?