Viðgerðir, gönguferðir og heimsóknir

Þegar við komum heim úr vinnunni í gær ákváðum við Eygló að rölta yfir í Bykó til að kaupa okkur spýtur og skrúfur. Þetta gekk ágætlega fyrir utan að Eggert hringdi í okkur þarna og spurði um bók sem hann var að fá lánaða. Við vorum því tilneydd að fá far með honum til baka til að redda því. En við héldum áfram búðargöngu og röltum upp í Bónus.

Þegar við komum heim notaði ég spýturnar til að laga sófann okkar sem hefur verið svolítið slappur. Viðgerðin tókst ágætlega en ég get ekkert spáð um hve lengi hún endist.

Við grilluðum síðan áður en við fórum til að heilsa upp á Ósk og Sverri. Á leiðinni heim fengum við okkur síðan ís. Þetta er alveg yfir meðallagi afrek eftir vinnu á virkum degi.