Siðaðar þjóðir og ósiðaðar

Mér finnst skrýtið að hugsa til þess að það sé til fólk sem sér ekkert að því að nota hugtakið “siðaðar þjóðir” eins og þessi Eyjaklerkur gerir þarna í athugasemd við eigin færslu. Þetta er voðalegur nýlenduhugsanaháttur þar sem við siðaða fólkið horfum niður á villimennina. Reyndar er kannski skiljanlegt að klerkurinn sé enn fastur í þessum hugsanahætti enda var helsta einkenni siðaðra þjóða nú kristnin en þær ósiðuðu trúðu á stokka og steina. Ég er nokkuð spenntur að vita hvaða þjóðir kallinn telur siðaðar.