Of hugsandi

Það er alltaf erfitt að sofna þegar eitthvað áhugavert herjar á hugann. Ég get valið um að hugsa um kosningar, væntanlegt barn eða ritgerð. Það að ég sé á netinu núna þýðir að ég hef gefist upp í bili. Skelli kannski einum Seinfeld þætti í eða eitthvað.

Ritgerðin er það eina sem ég get raunverulega haft áhrif á núna. Hún gengur vel. Ég skila á mánudag. Fæ síðan athugasemdir frá prófdómara þegar sá hefur lesið þessar tvöhundruð blaðsíður og ég get þá lagað eitthvað til. Síðan eru lokaskil. Einkunn ekki síðar en 29. maí skilst mér.

Það er ótrúlega notaleg tilhugsun að hafa ritgerðina ekki hangandi yfir sér. Hún hefur verið á öxlunum mínum allavega frá því að ég kláraði fyrstu önnina í meistaranáminu. Það að ég vann í ár hægði mikið á mér en um leið og ég hafði tíma dreif ég þetta í gegn.

Von er á barninu í júlí þannig að mig grunar að undirbúningur fyrir það muni verða áberandi þegar ritgerðinni hefur verið lokið. Heilinn fær að skipta um gír.

En þetta er bara raus ósofins manns.