Star Trek ellefu cirkabát

Í gær fór ég á Nexus forsýningu á nýju Star Trek myndinni. Ég reyndi að fá einhvern með mér en fólk svarar ekki, er í prófum eða er ekki hrifið af Star Trek þá það sé eftirmynd nýja Spock.

En ég gerði líka fastlega ráð fyrir að ef ég myndi mæta þá væri einhver sem ég þekkti á staðnum. Vinir mínir eru slíkir nördar. Þegar ég mætti var röðin orðin endalaus en sem betur fer var Erlendur þarna og hann tók frá fyrir mig sæti. Á meðan hann beið keypti ég mér stóra kók og stóran popp. Stóra kókið var ekkert sérstaklega stórt en stóri poppinn var miklu stærri en mér hafði sýnst og endaði í mesta lagi hálfkláraður í ruslinu.

Þetta er í fyrsta skipti sem ég fer á Star Trek mynd í bíó. Það gladdi mig að þarna var allavega einn í búningi og þar að auki nokkrir með svona stjörnuflotamerki.

Myndin sjálf var alveg frábær. Hún hélt manni frá upphafi til enda. Hún náði líka að gera það án þess að vera með fullt af klæmöxum. Hún náði að gera góðlegt grín að gamla Star Trek og þó um leið vera nokkuð trygg anda þess. Ég á erfitt með að ímynda mér að gamlir aðdáendur verði ekki hrifnir. Allir þeir sem hafa nokkuð gaman af Star Trek ættu líka að kíkja. Ég veit ekki með rest. Gefið henni allavega séns. Þetta er mikið betri mynd en þær eldri.

Ég hef alltaf verið hrifnari af þáttunum en myndunum. Ég hef þó aldrei náð að horfa á  upprunalegu seríuna í gegn. Hún var aðeins of asnaleg. Ég hef nennt að horfa á slatta af öllum hinum seríunum og haft gaman af.