Icesave

Mig langar helst að senda feðga til Bretlands og bjóða þarlendum að hrista klinkið úr vösum þeirra. En ég er nokkuð viss um að sá kostur sé löngu úr stöðunni.

Mér fannst þetta áhugaverðustu punktarnir sem komið hafa fram um málið í dag.

Það er greinilega margt í gagnrýni stjórnarandstöðunnar sem er komið til vegna fljótfærni. Til dæmis tal um að gengið lækki við afborganir virðist ekki miðast við þá staðreynd að þessar greiðslur fara almennt ekki fram á Íslandi. Um leið eru útreikningar á vöxtum ekki miðaðir við það að greitt verði jafnóðum af höfuðstólnum þegar eignir eru seldir. Um leið eru þarna eignir sem munu sjálfar bera vexti sem vinnur á móti vöxtunum af Bretaláninu.

Pólitík er ekkert sérstaklega góð leið til að nálgast staðreyndir.