Íslenskir stafir og wordpress slóðir

Þeir sem fylgjast ákaflega vel með hafa væntanlega séð að ég hef verið að gera tilraunir með bloggið. Tilgangurinn er að fá sjálfvirka leið til að taka út íslenska stafi í wordpress slóðum. Mér hefur lengi þótt þetta pirrandi en eftir að deiling á Facebook kom til er þetta óþolandi. Vandinn er ð og þ. WordPress ræður við að breyta öllum broddstöfum en ekki þessum félögum.

Ég hef verið að prufa nokkur plugin. Sum virka ekkert en önnur virka með erfiðum aukaverkunum. Eitt tólið breytti sjálfkrafa slóðum á nýjum færslum sem komu bara fínt út en um leið breytti hún gömlum færslum og gerði þar með fullt síðum munaðarlausum innan bloggkerfisins (semsagt að mánaðaryfirlitin vísuðu til dæmis ekki lengur á færslur með gömlum nöfnum). Það hlýtur að vera til lausn á þessu.

Ég tek fram að ég vil hafa nöfnin á færslunum í urlinu. Ef svo væri ekki gæti ég kannski bara notað númerakerfi á slóðirnar.

En já, hefur einhver prufað þetta og leyst?