Latur bloggari

Ég er ekki duglegur bloggari þessa daganna. Ætli höfuðástæðan sé ekki að ég hef fengið ógeð af því að taka þátt í umræðunni. Bara þreyttur á þessu. Ég hef lítinn áhuga á að tjá mig um ESB eða IceSave eða Sjóvá eða siðlausa bankamenn eða hvað það nú er. Stundum væri þægilegt að hafa engar skoðanir á neinu sem er ekki skemmtilegt. En ég er ekki þannig víraður.

En af klassískum bloggefnum.

Ég hef ekki hitt neina fræga undanfarið, uppáhaldsteiknimyndasagan mín er ennþá Sandman en borðtölvan bilaði um daginn. Ég lagaði hana en þegar ég var að tengja snúrur þá náði ég að brjóta niður hillu og slátra einhverri skál. Eitt stykki dvd skrifari hrundi í gólfið en lifði af.

Í dag fórum við og hittum Ella- og Guðrúnar Svövuson. Hann var voðalega lítill.

Nú á miðnætti rann annars upp settur dagur hjá okkur. Enginn er þó að láta vita af væntanlegri komu. Við erum því sem fyrr róleg.