Ekki bókaplögg beint

Í gær hélt ég áfram að dreifa bókum. Ég fékk svar frá Pennanum og fór með eintök niður í bæ. Nokkrar á Skólavörðustíg og slatti í Austurstræti.

Í morgun hélt ég áfram og fór með bækur í Kringluna og Smáralind. Þegar ég var að keyra úr Kringlunni sá ég Sigurjón fyrrverandi Landsbankastjóra rölta í átt að Háskólanum í Reykjavík. Ég játa að ég skil ekki alveg starfsmannastefnu þeirra.

Ég gerðist líka svo duglegur að ég sendi tvö eintök í pósti. Annað var viðmælendaeintak og hitt fór til Englands. Ég kom reyndar líka við í ferðinni og skutlaði einu viðmælendaeintaki.

Ég tók mjög fasta ákvörðun að viðmælendur mínir myndu fá eintök af bókinni á betra verði en aðrir enda voru það þeir sem gerðu mér kleyft að skrifa.

En ég verslaði líka. Ég keypti mér svona innibuxur til að gleðja Eygló sem telur að ég ætti að fara að hvíla þessar tíu ára. Ég var næstum búinn að kaupa fullt af Disney myndum á afslætti en ákvað að slappa af.

En ég lofa bókaplöggi á næstunni. Ég þarf líka að koma allavega tíu eintökum til Akureyrar.