Jólasaga Dickens, Carrey og Zemeckis

Ég skrapp i bíó með Eggerti í gær. Það var Christmas Carol í þrívídd. Hún var alveg ágæt. Það var hins vegar ýmislegt sem fór í taugarnar á mér. Ég held að best hefði verið að Carrey hefði sleppt því að leika andana tvo. Fyrsti andinn var sérstaklega mislukkaður og þá fór lélegi írski hreimurinn verulega í taugarnar á mér. Sama átti við um vonda skoska hreiminn hjá anda númer tvö. Síðan var of mikið slappstikk. Ég fatta líka ekki þörfina á að hafa Skrögg svona ljótan.

Það er því ljóst að uppáhaldsútgáfan mín af þessari sögu er með Prúðuleikurunum.