Tollstjóri enn í ruglinu

Eygló fékk í dag desemberuppbót. Nema hvað. Hún var frekar lág. Þegar útreikningarnir voru skoðaðir kom í ljós að af þessu hafði verið dregin Þing- og sveitarsjóðsgjöld sem Eygló borgaði í síðustu viku eftir allt ruglið sem ég fjallaði um hér. Við erum ekki glöð. Eygló hringdi, beið í hellingstíma og kvartaði. Svörin voru sú að fullt af fólki væri að lenda í þessu og hún þyrfti að hringja aftur á morgun. Jey. Þegar hún fær þetta aftur þá hljótum við að gera kröfu um að fá reiknaða dráttavexti á þetta eins og á það sem við þurftum að greiða.

Eygló sendi kvörtunarbréf í síðustu viku til Tollstjóra (með afrit til Fæðingarorlofssjóðs og Fjármálaráðuneytis) þar sem hún benti á að það væri hvergi að finna upplýsingar um þessa sérstöku ráðstöfun að þeir sem eru í fæðingarorlofi þurfi að borga þetta sérstaklega ólíkt nær öllum öðrum. Hún benti líka á að á heimasíðu Tollstjóra stendur:

Hjá launþegum eru þing- og sveitarsjóðsgjöld (AB) innheimt með launaafdrætti. Aðrir fá sendan greiðsluseðil á gjalddögum.#

Eygló fékk engan greiðsluseðil á gjalddaga og því algjörlega fáránlegt að senda svona harkalegt bréf til hennar og heimta dráttarvexti. Hún hefur ekki fengið nein svör við bréfinu.