Áramótaskaupið

Ég var verulega  sáttur við Skaupið. Ég þekkti ekki þann sem lék Sigmund Davíð en hann vann leiksigur.

Áhugaverðast var þó lokatriðið. Áramótaskaupin hafa í gegnum tíðina þjónað þeim tilgangi að gera upp hið liðna og því fylgir ákveðin útrás og hreinsun tilfinninga. Mér fannst eins og að lokaatriðið væri að vinna gegn því. Hlustandi á þetta var mér skapi næst að fara að grenja. Þetta var eiginlega eins og höfundarnir vildu segja að það væri ekki tímabært að gleyma. Við megum ekki við því Engin tilfinningahreinsun strax. En þó þurfum við að halda áfram. Kannski að Páll Óskar komist næst því að vera þetta fjandans sameiningartákn okkar.