Sjálfleiðréttandi vísindi

Ég las þessa frétt á Vísi sem er skrifuð af Óla Tynes um mistök í skýrslu frá Loftslagsnefnd SÞ um hraða bráðnunar jökla í Himalayafjöllum. Þar sem höfundur greinarinnar er ekki þekktur fyrir vandvirkni las ég upprunalegu greinina líka á The Times.

Stóra atriðið sem vantaði hjá Óla Tynes er það sem samsæriskenningasmiðir og fylgismenn þeirra munu hunsa. Það voru nefnilega loftslagsbreytingaefasemdarmenn sem komu auga á umrædd mistök. Það var vísindamaður sem sjálfur tekur fram að þessir jöklar séu að bráðna svo hratt að það þurfi ekki að ýkja það til að sjá hve slæmt það er. Það er málið með vísindi, þau eru sjálfleiðréttandi. Þarna var innbyggða efahyggja vísindanna að verki. Þessi vísindamaður var ekki að reyna að hjálpa sínu liði heldur bara að leita sannleikans. Það er gjörólíkt þeim óheiðarleika sem sást í kringum tölvupóstmálið stóra þar sem reynt var að gera það tortryggiilegt að einhver vísindamaður notaði orðið “trick” þó það hafi verið augljóst að hann notaði það í merkingunni “aðferð”.

Niðurstaðan er sú að það er ekki annað hægt en að fagna því þegar maður sér að kerfið virkar.