Afmælisdagurinn

Ég átti afmæli í gær. Hafdís gaf mér toffísneið frá Bakarameistaranum í morgunmat. Þegar Eygló kom heim ákváðum við að fara í Bakarameistarann þar sem ég fékk mér kjötloku og aðra toffísneið. Gott.

Við ákváðum, eftir miklar umræður, að panta mat frá Kitchen um kvöldið. Það var ekki hægt að fá sent heim en við fengum afslátt í staðinn. Í stuttu máli sagt var maturinn æði. Við pöntuðum fjóra aðalrétti og síðan smá handa Sóleyju líka.

Við fengum okkur:
13. Shish Kebab Murgh (miðlungs). Ákaflega ljúfir marineraðir kjúklingabitar.

19. Rubiyan Jhinga (miðlungs). Rækjuréttur sem ég sleppti.

20. Nepalskur Murg Masala (mildur). Tikka réttur. Alveg æði.

26. Kjúklinga Korma (mildur). Mjög fínn.

Mér fannst naanbrauðið gott en það fór misjafnlega í fólk. Það var samt eitthvað í þeim sem Mummi lýsti sem sandkornum.

Ég hef þegar lýst kvöldinu.

Góður dagur semsagt.