Hýrt brúðarpar í glugga

Við Eygló tökum gönguferðir um allt Breiðholt með barnavagninn og… ehh… einstaka sinnum komum við í bakaríum hverfisins. Eitt það skemmtilegra er Hús bakarans sem við hliðina á Wilsons upp í Eddufelli. Í þetta skipti tókum við eftir svoltlu sem við höfðum gaman af. Í glugganum eru tvær brúðkaupsparsstyttur sem eiga það sameiginlegt að vera af samkynhneigðum pörum, tvær konur og tveir karlmenn. Okkur þótti sérstaklega ánægjulegt að bakaríið hefði valið að setja þessar tvær á mest áberandi staðinn.